Lífið

Hræði­legra að syngja með Bítinu en að fara í fall­hlífastökk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rúntað var frá Suðurveri.
Rúntað var frá Suðurveri. Vísir

Vefþættirnir Bítið í Bílnum fóru í loftið í gær og slógu rækilega í gegn. Í þáttunum fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Eins og þeir sem sáu fyrsta þáttinn í gær vita söng leynigesturinn Sailing með Rod Stewart og hafa áhugasamir giskað á hver er undir pokanum á Facebook-síðu Bylgjunnar.

Nú er komið að því að opinbera hver leynigesturinn er en ef þið viljið ekki vita það strax skulið þið hafa ykkur hæg

.

.

.

.

.

.

.

Og fyrsti leynigesturinn í Bítið í bílnum er Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi stjórnmálakona.

Í þessum opinberunarþætti spjalla Heimir, Lilja og Ómar stuttlega við Vigdísi sem segist hafa verið afar stressuð fyrir þessu uppátæki. Raunar segir hún að það hafi verið hræðilegra að fara í bílakarókí með Bítinu en að fara í fallhlífastökk.

Sjáið annan þátt af Bítið í bílnum hér fyrir neðan:

Klippa: Bítið í bílnum - Fyrsti leynigesturinn opinberaður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.