Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2025 22:00 Landsliðsþjálfarinn átti erfitt með að horfa upp á tapið og aðdáendum Íslands líður eins. Alex Gottschalk/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Stelpurnar okkar steinlágu gegn Svartfjallalandi og kvöddu þar með möguleikann á átta liða úrslitum á HM, með versta hætti. Möguleikinn var nú þegar agnarsmár og raunar bjóst enginn við því að Ísland kæmist áfram, en það hefði verið gaman að halda spennunni á lofti aðeins lengur eða allavega kveðja hann ekki með svona slæmu tapi. Verst var að sjá stemninguna og leikgleðina, sem hefur einkennt íslenska liðið hingað til á mótinu, algjörlega horfna á braut. Liðið mætti illa stemmt til leiks og var ekki sjálfu sér líkt á neinum tímapunkti. Vörnin stóð ágætlega í fyrri hálfleik og Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir á hrós skilið fyrir sína innkomu. Hafdís Renötudóttir varði líka mjög vel í nokkur skipti og þannig hélst munurinn í aðeins þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks. Sóknarmenn Íslands sýndu hins vegar sínar slökustu hliðar í kvöld og engan undraði þegar landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson ákvað, í leikhléi eftir aðeins átján mínútur, að skipta öllum sóknarmönnum Íslands út. Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Katrín Tinna Jensdóttir settust á bekkinn og voru látnar dúsa þar fram að hálfleik. Sandra Erlingsdóttir, Lovísa Thompson, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir komu þá inn á og glæddu leikinn einhverju lífi en gleðin var hvergi sjáanleg þegar Ísland gekk inn í búningsherbergi í hálfleik. Litlu betur gekk í seinni hálfleik og skeifurnar á andlitum stelpnanna okkar urðu bara stærri eftir því sem líða fór á leikinn. Það er allt annað en sést hefur á mótinu hingað til, þar sem baráttugleði og hátt orkustig hefur einkennt íslenska liðið. Hornamennirnir Dana Björg Guðmunsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir reyndu að halda gleðinni á lofti í fyrri hálfleik og voru bjartasta ljósið í annars algjörum svartnættisleik gegn Svartfjallalandi. Íslenskir stuðningsmenn leyfðu sér að vona að endurkoma, eins og gegn Serbíu í síðustu viku, væri í kortunum en liðið var aldrei nálægt því og gaf þess í raun merki strax í upphafi seinni hálfleiks að svo yrði ekki. Alveg eins og í fyrri hálfleik. Stemningin í kringum íslenska liðið var aldrei sjáanleg og erfitt er að segja nákvæmlega hvers vegna það gerðist, en það var allavega ekki gaman að sjá. Nú eru tveir leikir eftir af mótinu, gegn Spáni og Færeyjum, og þó Ísland hafi ekki upp á neitt að spila verður vonandi gaman að horfa á liðið aftur. Leikir tapast og við því var búist, enginn svekkir sig á því að tapa gegn sterku liði Svartfjallalands, en svekkelsið er mikið að sjá svona stemningslausan og leiðinlegan leik. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Möguleikinn var nú þegar agnarsmár og raunar bjóst enginn við því að Ísland kæmist áfram, en það hefði verið gaman að halda spennunni á lofti aðeins lengur eða allavega kveðja hann ekki með svona slæmu tapi. Verst var að sjá stemninguna og leikgleðina, sem hefur einkennt íslenska liðið hingað til á mótinu, algjörlega horfna á braut. Liðið mætti illa stemmt til leiks og var ekki sjálfu sér líkt á neinum tímapunkti. Vörnin stóð ágætlega í fyrri hálfleik og Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir á hrós skilið fyrir sína innkomu. Hafdís Renötudóttir varði líka mjög vel í nokkur skipti og þannig hélst munurinn í aðeins þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks. Sóknarmenn Íslands sýndu hins vegar sínar slökustu hliðar í kvöld og engan undraði þegar landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson ákvað, í leikhléi eftir aðeins átján mínútur, að skipta öllum sóknarmönnum Íslands út. Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Katrín Tinna Jensdóttir settust á bekkinn og voru látnar dúsa þar fram að hálfleik. Sandra Erlingsdóttir, Lovísa Thompson, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir komu þá inn á og glæddu leikinn einhverju lífi en gleðin var hvergi sjáanleg þegar Ísland gekk inn í búningsherbergi í hálfleik. Litlu betur gekk í seinni hálfleik og skeifurnar á andlitum stelpnanna okkar urðu bara stærri eftir því sem líða fór á leikinn. Það er allt annað en sést hefur á mótinu hingað til, þar sem baráttugleði og hátt orkustig hefur einkennt íslenska liðið. Hornamennirnir Dana Björg Guðmunsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir reyndu að halda gleðinni á lofti í fyrri hálfleik og voru bjartasta ljósið í annars algjörum svartnættisleik gegn Svartfjallalandi. Íslenskir stuðningsmenn leyfðu sér að vona að endurkoma, eins og gegn Serbíu í síðustu viku, væri í kortunum en liðið var aldrei nálægt því og gaf þess í raun merki strax í upphafi seinni hálfleiks að svo yrði ekki. Alveg eins og í fyrri hálfleik. Stemningin í kringum íslenska liðið var aldrei sjáanleg og erfitt er að segja nákvæmlega hvers vegna það gerðist, en það var allavega ekki gaman að sjá. Nú eru tveir leikir eftir af mótinu, gegn Spáni og Færeyjum, og þó Ísland hafi ekki upp á neitt að spila verður vonandi gaman að horfa á liðið aftur. Leikir tapast og við því var búist, enginn svekkir sig á því að tapa gegn sterku liði Svartfjallalands, en svekkelsið er mikið að sjá svona stemningslausan og leiðinlegan leik.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira