Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum
Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu.
Tengdar fréttir
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum
Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði.