Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:03 Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar