Innlent

Hand­tóku konu sem ekið var um á húddi bif­reiðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið.
Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið. Vísir/Einar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ábending í gærkvöldi eða nótt um bifreið sem ekið var um með konu á vélarhlífinni. Lögregla fór á vettvang og handtók konuna í tengslum við annað mál.

Frá þessu greinir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um málið.

Tvær bifreiðar vöktu einnig athygli lögreglu þar sem önnur dró hina. Við nánari athugun kom í ljós að ökumenn beggja bifreiða voruundir áhrifum fíkniefna og annar þeirra var reyndist með bæði próflaus og með fíkniefni á sér. Báðir voru handteknir.

Einn borgari var handtekinn fyrir sölu og dreifingu fíkniefna og annar fyrir að neyta fíkniefna fyrir framan lögreglu. Þá var maður vopnaður hnífi handtekinn í búsetuúrræði vegna hótana. Lögregla handtók einnig konu fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni.

Einum var vísað út úr dvalarúrræði á höfuðborgarsvæðinu og öðrum úr matvöruverslun. Þá var einn tekinn við hnupl í matvöruverslun en sá neitaði að segja til nafns. Málinu lauk á endanum með skýrslutöku með aðkomu forráðamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×