Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Smári Jökull Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 21:23 Stórtæk uppbygging er framundan í Helguvík. Vísir Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í Helguvík hefjist seinni hluta næsta árs og ljúki 2029. Byggja á nýjan viðlegukant í Helguvíkurhöfn sem og olíubirgðastöð fyrir skipaeldsneyti en það er framkvæmdastjóður NATO sem fjármagnar þessa tíu milljarða króna uppbyggingu. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina geta þýtt frekari viðveru NATO hér á landi. „Mér finnst það líklegra heldur en ekki en það sem við erum fyrst og fremst að gera að tryggja út frá okkar mikilvægu landfræðilegu legu að við erum tilbúin að þjónusta ýmsa starfsemi og tryggja ýmsa starfsemi sem eykur öryggi á N-Atlantshafi sem skiptir okkur mjög máli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali eftir undirritunina í morgun. Hún sagði frekari framkvæmdir á döfinni. „Við ætlum okkur að halda áfram til að mynda að byggja upp okkar innviði á öryggissvæðinu í Keflavík, við þurfum til lengri tíma að skoða ratsjárkerfin, þau þurfa uppfærslu innan tíu ára þannig að það eru mörg stór og umfangsmikil verkefni sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að fara í og ekki síst í samstarfi við NATO.“ „Biðum sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu“ Viðlegukanturinn sem byggður verður í Helguvík verður tæpir 400 metrar á lengd í heildina og olíubirgðastöðin 25 þúsund rúmmetrar að stærð. Hér má sjá staðsetningu nýs viðlegukants og olíubirgðastöðvar.Vísir/Heiðar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar undirskriftinni sem hafi haft langan aðdraganda. „Þetta er búið að taka sennilega tæp sjö ár frá því þessi hugmynd kom fyrst upp. Við vitum að það voru fleiri staðir til skoðunar þannig að við biðum bara róleg sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu,“ sagði Kjartan. Aukin verkefni Reykjaneshafnar Saga atvinnuuppbyggingar í Helguvík er sorgarsaga að sumu leyti, með brostnum vonum um kísilverksmiðju og álver. Nú sér fram á bjartari tíma en Kjartan segir að um hundrað störf skapist beint og óbeint í tengslum við framkvæmdirnar. „Síðan mun höfnin okkar, Reykjaneshöfn, taka við umsjón með mannvirkjunum, stýra þeim og taka á móti þeim herskipum sem koma inn til landsins og sinna þeim eins og þarf og það verður vonandi talsverð atvinna bein og óbein af þessu fyrir okkur.“ „Þá eru ófáir staðir sem hafa meiri reynslu í að búa nærri herstöð og varnarmannvirkjum og taka þannig þátt í vörnum landsins. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta nýtt þær fjárfestingar sem búið er að leggja í í Helguvík, Landhelgisgæslan er á Keflavíkurflugvelli og þetta kemur heim og saman í þessu verkefni.“ Hann tekur undir að saga Helguvíkur hafi verið löng og erfið saga. „Nú bara krossleggjum við fingur og vonum að þetta verði gæfuspor fyrir okkur.“ Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Vinnumarkaður Hafnarmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í Helguvík hefjist seinni hluta næsta árs og ljúki 2029. Byggja á nýjan viðlegukant í Helguvíkurhöfn sem og olíubirgðastöð fyrir skipaeldsneyti en það er framkvæmdastjóður NATO sem fjármagnar þessa tíu milljarða króna uppbyggingu. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina geta þýtt frekari viðveru NATO hér á landi. „Mér finnst það líklegra heldur en ekki en það sem við erum fyrst og fremst að gera að tryggja út frá okkar mikilvægu landfræðilegu legu að við erum tilbúin að þjónusta ýmsa starfsemi og tryggja ýmsa starfsemi sem eykur öryggi á N-Atlantshafi sem skiptir okkur mjög máli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali eftir undirritunina í morgun. Hún sagði frekari framkvæmdir á döfinni. „Við ætlum okkur að halda áfram til að mynda að byggja upp okkar innviði á öryggissvæðinu í Keflavík, við þurfum til lengri tíma að skoða ratsjárkerfin, þau þurfa uppfærslu innan tíu ára þannig að það eru mörg stór og umfangsmikil verkefni sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að fara í og ekki síst í samstarfi við NATO.“ „Biðum sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu“ Viðlegukanturinn sem byggður verður í Helguvík verður tæpir 400 metrar á lengd í heildina og olíubirgðastöðin 25 þúsund rúmmetrar að stærð. Hér má sjá staðsetningu nýs viðlegukants og olíubirgðastöðvar.Vísir/Heiðar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar undirskriftinni sem hafi haft langan aðdraganda. „Þetta er búið að taka sennilega tæp sjö ár frá því þessi hugmynd kom fyrst upp. Við vitum að það voru fleiri staðir til skoðunar þannig að við biðum bara róleg sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu,“ sagði Kjartan. Aukin verkefni Reykjaneshafnar Saga atvinnuuppbyggingar í Helguvík er sorgarsaga að sumu leyti, með brostnum vonum um kísilverksmiðju og álver. Nú sér fram á bjartari tíma en Kjartan segir að um hundrað störf skapist beint og óbeint í tengslum við framkvæmdirnar. „Síðan mun höfnin okkar, Reykjaneshöfn, taka við umsjón með mannvirkjunum, stýra þeim og taka á móti þeim herskipum sem koma inn til landsins og sinna þeim eins og þarf og það verður vonandi talsverð atvinna bein og óbein af þessu fyrir okkur.“ „Þá eru ófáir staðir sem hafa meiri reynslu í að búa nærri herstöð og varnarmannvirkjum og taka þannig þátt í vörnum landsins. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta nýtt þær fjárfestingar sem búið er að leggja í í Helguvík, Landhelgisgæslan er á Keflavíkurflugvelli og þetta kemur heim og saman í þessu verkefni.“ Hann tekur undir að saga Helguvíkur hafi verið löng og erfið saga. „Nú bara krossleggjum við fingur og vonum að þetta verði gæfuspor fyrir okkur.“
Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Vinnumarkaður Hafnarmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira