Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2025 10:55 HIldur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira