Sport

Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fót­bolta og fjöl­miðlum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Már Einarsson hefur mikla reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum.
Magnús Már Einarsson hefur mikla reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum. vísir/diego

Góðir gestir mæta í Big Ben í kvöld, þeir Magnús Már Einarsson og Guðmundur Hilmarsson.

Big Ben hefst á sínum hefðbundna tíma í kvöld, klukkan 22:10, á Sýn Sport.

Kjartan Henry Finnbogason mætir aftur í Big Ben sem er í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Hjálmars Arnar Jóhannssonar.

Magnús og Guðmundur eru gestir kvöldsins. Magnús er þjálfari karlaliðs Aftureldingar í fótbolta en hann starfaði lengi á Fótbolta.net.

Guðmundur er fyrrverandi leikmaður FH í fótbolta og starfaði sem íþróttafréttamaður um langt árabil.

Þeir félagar munu koma víða við í þætti kvöldsins enda vantar ekki umræðuefni úr heimi íþróttanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×