Innlent

Sendu inn til­nefningu til manns ársins 2025

Boði Logason skrifar
Búið er að opna fyrir tilnefningar til manns ársins á Vísi og í Reykjavík síðdegis. Kosið er neðst í fréttinni.
Búið er að opna fyrir tilnefningar til manns ársins á Vísi og í Reykjavík síðdegis. Kosið er neðst í fréttinni. Vísir

Lesendum Vísis og hlutsendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2025 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Tekið er við tilnefningum neðst í fréttinni en frestur til tilnefna rennur út föstudaginn 12. desember klukkan 12:00.

Ritstjórn Vísis og Reykjavík síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla á milli tíu einstaklinga. Manneskjan sem verður fyrir valinu verður heiðruð í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag. 

Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem maður ársins árið 2025. 

Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær.

Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.

Fyrri verðlaunahafar:

  • 2009 Edda Heiðrún Backman
  • 2010 Þórður Guðnason
  • 2011 Mugison
  • 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
  • 2014 Tómas Guðbjartsson
  • 2015 Þröstur Leó Gunnarsson
  • 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu
  • 2017 Grímur Grímsson
  • 2018 Bára Halldórsdóttir
  • 2019 Björgunarsveitarmaðurinn
  • 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
  • 2021 Guðmundur Felix Grétarsson
  • 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson
  • 2023 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík
  • 2024 Varnargarðsmenn við Grindavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×