Sport

Kú­rekarnir skutu Ernina niður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Flournoy, leikmaður Dallas, grípur bolta í leiknum í nótt.
Ryan Flournoy, leikmaður Dallas, grípur bolta í leiknum í nótt. vísir/getty

NFL-meistarar Philadelphia Eagles fengu skell í nótt er liðið kastaði frá sér sigrinum gegn Dallas Cowboys.

Eagles komst í 21-0 í leiknum en slakaði þá fullmikið á klónni. Kúrekarnir komust á bragðið og gott betur en það því þeir skoruðu 24 stig í röð og tryggðu sér dramatískan sigur.

Sterkur sigur hjá Cowboys en meistararnir þurfa eitthvað að skoða sín mál eftir leikinn.

Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs voru með bakið upp við vegginn er þeir tóku á móti Indianapolis Colts. Tap og vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni frekar litlir.

Mahomes sýndi klærnar í leiknum og sá til þess að Chiefs hafði betur. Það þurfti þó framlengingu til.

New England Patriots er enn heitasta lið deildarinnar en liðið vann sinn níunda leik í röð.

Úrslit:

Texans-Bills 23-19

Bears-Steelers 31-28

Bengals-Patriots 20-26

Lions-Giants 34-27

Packers-Vikings 23-6

Titans-Seahawks 24-30

Chiefs-Colts 23-20

Ravens-Jets 23-10

Raiders-Browns 10-24

Cardinals-Jaguars 24-27

Cowboys-Eagles 24-21

Saints-Falcons 10-24

Rams-Buccaneers 34-7

Í nótt:

49ers - Panthers

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×