Sport

Vonar að titil­vörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Littler freistar þess að verja heimsmeistaratitilinn sem hann vann í byrjun þessa árs. 
Luke Littler freistar þess að verja heimsmeistaratitilinn sem hann vann í byrjun þessa árs.  getty/Harry Trump

Luke Littler vonast til að sleppa við að mæta Beau Greaves í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Greaves vann Littler, 6-5, á HM ungmenna í síðasta mánuði. Þau gætu mæst aftur á HM fullorðinna sem hefst 11. desember en Littler vill helst sleppa við að mæta Greaves svona snemma á mótinu.

„Við sjáum til hverjum ég dregst gegn. Það eru mörg stór nöfn. Við byrjum í 1. umferð svo þetta eru tveir leikir fyrir jól,“ sagði Littler sem á titil að verja á HM en hann vann mótið 2025, aðeins sautján ára.

„Ég vil helst ekki mæta Beau Greaves fyrst því ég held að flestir vildu sjá mig tapa.“

Littler bætti enn einum titlinum í safnið í gær þegar hann sigraði Nathan Aspinall í úrslitum Players meistaramótsins, 11-8.

Greaves hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna og unnið fjölda annarra titla.

Hún tók þátt á HM 2023 ásamt Lisu Ashton og verður einnig með á HM 2026. Mótið fer venju samkvæmt fram í Alexandra höllinni í Lundúnum. Þetta verður fyrsta heimsmeistaramótið með 128 keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×