Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir nýjar niðurstöður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum dapurlegar. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnumn velferðarmála en stofnunin birti býlega sláandi úttekt á stöðu fatlaðra í sveitarfélögum á landinu. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira