Fótbolti

Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson kom inn á völlinn hjá Fiorentina þegar klukkutími var liðinn af leiknum.
Albert Guðmundsson kom inn á völlinn hjá Fiorentina þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Getty/Image Photo Agenc

Fiorentina tók stig af Juventus í ítölsku A-deildinni í dag en það dugði þó ekki til að koma liðinu upp úr botnsætinu.

Fiorentina og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í Flórens.

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum í leiknum en kom inn á völlinn á sextugustu mínútu.

Þá var staðan 1-1 sem reyndust svo verða lokatölurnar.

Juventus fékk víti í fyrri hálfleik sem Varsjáin tók af liðinu en Filip Kostic kom Juve í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Rolando Mandragora jafnaði metin á 48. mínútu eftir sendingu frá Moise Kean.

Albert komst níu sinnum við boltann á þeim hálftíma sem hann spilaði, allar sjö sendingarnar hans heppnust en hann náði hvorki skoti að marki eða að skapa færi fyrir félagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×