„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 10:00 Helgi Hjörvar fyrrverandi þingmaður varð sér úti um gervigreindarsólgleraugu fyrir tveimur vikum. Vísir/Ívar Fannar Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“ Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“
Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira