Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 12:18 Björk og Rosalía hafa gefið út tvö lög saman en hagnaður af öðru þeirra fer allur í baráttu gegn sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Vísir/Samsett Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla. Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla.
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira