Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2025 10:30 McClaren hafði samband við Heimi áður en hann tók við starfinu hjá jamaíska knattspyrnusambandinu. Samsett/Getty Steve McClaren, eftirmaður Heimis Hallgrímssonar sem þjálfari jamaíska landsliðsins, sagði upp störfum í vikunni eftir að liðinu tókst ekki að komast beint á HM í gegnum undankeppni Norður-Ameríku. Starfsumhverfið hjá jamaíska sambandinu reyndist honum snúið. Jamaíka gerði jafntefli við Curacao í lokaleik liðsins í undankeppninni sem skilaði hollensku nýlendunni á HM en Jamaíka fer í umspil á nýju ári. McClaren sagði starfi sínu lausu eftir leikinn. The Athletic greindi frá stjóratíð Englendingsins hjá Jamaíka en hann tók við sumarið 2024 eftir að Heimir Hallgrímsson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins. Samkvæmt fréttinni hafði McClaren samband við Heimi áður en hann tók við starfinu og á Heimir að hafa varað þann enska við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði í starfi. Mikil pólitík er innan jamaíska sambandsins og margir aðilar sem þarf að halda góðum. Sambandið skuldar háar fjárhæðir og var mikil pressa á McClaren að koma liðinu á HM til að létta á fjárhagsstöðunni. Aðstaða og aðföng eru ekki þau bestu og töluverð innanbúðaátök. Stjórnarmenn pressa á val á ákveðnum leikmönnum og margar sögur hafa verið af agavandamálum leikmanna í landsliðsferðum. Til að mynda voru þrír leikmenn myndaðir á knæpu klukkan tvö um nótt í aðdraganda æfingar morguninn eftir í nýliðnu verkefni. McClaren sætti einnig gagnrýni fyrir að eyða litlum tíma í eyríkinu en hann mætti iðulega til landsins frá Englandi skömmu áður en landsliðsverkefni hófust og sneri snarlega heim að þeim loknum. Stjórn sambandsins hefur lagt áherslu á að fleiri leikmenn sem spili í heimalandinu fái tækifæri með liðinu en McClaren hefur lítið fylgst með jamaískum fótbolta. Vegna þessa áskorana á Heimir að hafa varað McClaren við að hann myndi ekki endast lengur en í tvo mánuði í starfi. McClaren entist þó í 17 mánuði en þótti vissast að stíga frá borði fyrst ekki tókst að uppfylla kröfuna um HM-sæti í gegnum undankeppnina. Hann sagði í yfirlýsingu við uppsögnina að hann væri þess fullviss að Jamaíka kæmist á mótið í gegnum umspil í mars. Jamaíka mætir Nýju-Kaledóníu í undanúrslitum blandaðs heimsálfuumspils í mars. Sigurlið þess leiks spilar hreinan úrslitaleik við Lýðstjórnarlýðveldið Kongó um sæti á HM. Heimir Hallgrímsson er einnig á leið í umspil í mars með liði Íra. Írland mætir Tékklandi í undanúrslitum Evrópuumspilsins. Vinnist sá leikur mæta Írar annað hvort Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik um HM-sæti. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Jamaíka gerði jafntefli við Curacao í lokaleik liðsins í undankeppninni sem skilaði hollensku nýlendunni á HM en Jamaíka fer í umspil á nýju ári. McClaren sagði starfi sínu lausu eftir leikinn. The Athletic greindi frá stjóratíð Englendingsins hjá Jamaíka en hann tók við sumarið 2024 eftir að Heimir Hallgrímsson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins. Samkvæmt fréttinni hafði McClaren samband við Heimi áður en hann tók við starfinu og á Heimir að hafa varað þann enska við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði í starfi. Mikil pólitík er innan jamaíska sambandsins og margir aðilar sem þarf að halda góðum. Sambandið skuldar háar fjárhæðir og var mikil pressa á McClaren að koma liðinu á HM til að létta á fjárhagsstöðunni. Aðstaða og aðföng eru ekki þau bestu og töluverð innanbúðaátök. Stjórnarmenn pressa á val á ákveðnum leikmönnum og margar sögur hafa verið af agavandamálum leikmanna í landsliðsferðum. Til að mynda voru þrír leikmenn myndaðir á knæpu klukkan tvö um nótt í aðdraganda æfingar morguninn eftir í nýliðnu verkefni. McClaren sætti einnig gagnrýni fyrir að eyða litlum tíma í eyríkinu en hann mætti iðulega til landsins frá Englandi skömmu áður en landsliðsverkefni hófust og sneri snarlega heim að þeim loknum. Stjórn sambandsins hefur lagt áherslu á að fleiri leikmenn sem spili í heimalandinu fái tækifæri með liðinu en McClaren hefur lítið fylgst með jamaískum fótbolta. Vegna þessa áskorana á Heimir að hafa varað McClaren við að hann myndi ekki endast lengur en í tvo mánuði í starfi. McClaren entist þó í 17 mánuði en þótti vissast að stíga frá borði fyrst ekki tókst að uppfylla kröfuna um HM-sæti í gegnum undankeppnina. Hann sagði í yfirlýsingu við uppsögnina að hann væri þess fullviss að Jamaíka kæmist á mótið í gegnum umspil í mars. Jamaíka mætir Nýju-Kaledóníu í undanúrslitum blandaðs heimsálfuumspils í mars. Sigurlið þess leiks spilar hreinan úrslitaleik við Lýðstjórnarlýðveldið Kongó um sæti á HM. Heimir Hallgrímsson er einnig á leið í umspil í mars með liði Íra. Írland mætir Tékklandi í undanúrslitum Evrópuumspilsins. Vinnist sá leikur mæta Írar annað hvort Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik um HM-sæti.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira