Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 06:47 Lögreglan segir aukið alþjóðasamstarf sterkasta vopnið gegn skipulögðum glæpahópum. Vísir/Vilhelm Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14