Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 13:02 Alexander Isak og félagar í sænska landsliðinu skriðu inn í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Getty/Michael Campanella Danir misstu HM-sætið frá sér á síðustu stundu í Skotlandi í gærkvöldi og þurfa því að fara í umspil um laus sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira