Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:02 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. „Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“ Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“
Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira