Ronaldo hittir Trump í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Cristiano Ronaldo varð að ósk sinni og hittir Donald Trumo Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Getty/Brian Lawless Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að hitta Donald Trump og í dag verður honum að þessari ósk sinni. Þetta er fyrsta ferð Ronaldo til Bandaríkjanna frá því að fyrri ásakanir um nauðgun komu upp. Ronaldo lýsti yfir ósk sinni um að hitta Donald Trump í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Hin fertuga stórstjarna sagði að bandaríski forsetinn væri einn þeirra sem gætu breytt heiminum eða hjálpað til við að breyta honum. „Hann er manneskja sem mér líkar mjög vel við. Vegna þess að ég held að hann geti látið hluti gerast og mér líkar við slíkt fólk. Markmið mitt er að hitta Trump og ræða um heimsfrið. Geturðu reddað því?“ sagði Ronaldo. Nú munu Ronaldo og Donald Trump hittast í Hvíta húsinu í Washington í dag, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum eins og New York Times. Sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman mun einnig hitta Trump við þetta tækifæri. Ástæðan er sögð vera sú að Trump hyggst selja Sádi-Arabíu F-35 orrustuþotur. Þeir munu hittast í skrifstofu Trump, borða hádegisverð með ríkisstjórninni og taka þátt í formlegum kvöldverði um kvöldið. Ronaldo, sem spilar með sádi-arabíska liðinu Al Nassr, hefur sést með sádi-arabíska prinsinum við opinber tækifæri. Samkvæmt fréttum hefur Ronaldo ekki komið til Bandaríkjanna síðan 2017. Hann hefur forðast landið vegna hættu á að verða handtekinn á bandarískri grund. Hann var sakaður um nauðgun í Las Vegas árið 2009 og greiddi konunni ári síðar bætur án þess að það færi hátt. Sakamálarannsókn lögreglu var síðar felld niður og beiðni konunnar til upptöku málsins hafnað árið 2023. Hótar borgarstjórum Á sunnudaginn tryggði Portúgal sér sæti á HM í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í sumar. Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, heimsótti Donald Trump á mánudaginn notaði bandaríski forsetinn tækifærið til að vara Los Angeles og Seattle enn og aftur við því að leikir gætu verið færðir af öryggisástæðum. Trump á í deilum við borgar- og ríkisstjóra í landinu, svo sem ríkisstjóra Kaliforníu og nýkjörinn borgarstjóra í New York. Donald Trump varaði einnig meðgestgjafann Mexíkó við árásum í yfirstandandi stríði gegn eiturlyfjum. HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þetta er fyrsta ferð Ronaldo til Bandaríkjanna frá því að fyrri ásakanir um nauðgun komu upp. Ronaldo lýsti yfir ósk sinni um að hitta Donald Trump í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Hin fertuga stórstjarna sagði að bandaríski forsetinn væri einn þeirra sem gætu breytt heiminum eða hjálpað til við að breyta honum. „Hann er manneskja sem mér líkar mjög vel við. Vegna þess að ég held að hann geti látið hluti gerast og mér líkar við slíkt fólk. Markmið mitt er að hitta Trump og ræða um heimsfrið. Geturðu reddað því?“ sagði Ronaldo. Nú munu Ronaldo og Donald Trump hittast í Hvíta húsinu í Washington í dag, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum eins og New York Times. Sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman mun einnig hitta Trump við þetta tækifæri. Ástæðan er sögð vera sú að Trump hyggst selja Sádi-Arabíu F-35 orrustuþotur. Þeir munu hittast í skrifstofu Trump, borða hádegisverð með ríkisstjórninni og taka þátt í formlegum kvöldverði um kvöldið. Ronaldo, sem spilar með sádi-arabíska liðinu Al Nassr, hefur sést með sádi-arabíska prinsinum við opinber tækifæri. Samkvæmt fréttum hefur Ronaldo ekki komið til Bandaríkjanna síðan 2017. Hann hefur forðast landið vegna hættu á að verða handtekinn á bandarískri grund. Hann var sakaður um nauðgun í Las Vegas árið 2009 og greiddi konunni ári síðar bætur án þess að það færi hátt. Sakamálarannsókn lögreglu var síðar felld niður og beiðni konunnar til upptöku málsins hafnað árið 2023. Hótar borgarstjórum Á sunnudaginn tryggði Portúgal sér sæti á HM í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í sumar. Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, heimsótti Donald Trump á mánudaginn notaði bandaríski forsetinn tækifærið til að vara Los Angeles og Seattle enn og aftur við því að leikir gætu verið færðir af öryggisástæðum. Trump á í deilum við borgar- og ríkisstjóra í landinu, svo sem ríkisstjóra Kaliforníu og nýkjörinn borgarstjóra í New York. Donald Trump varaði einnig meðgestgjafann Mexíkó við árásum í yfirstandandi stríði gegn eiturlyfjum.
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira