Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 11:31 Leikmenn Dallas Cowboys hituðu upp í skyrtu með mynd af Marshawn Kneeland heitnum. Getty/Christian Petersen Dallas Cowboys heiðraði minningu Marshawn Kneeland með ýmsum hætti fyrir 33-16 sigur liðsins á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í nótt. Hinn 24 ára gamli leikmaður fannst látinn fyrr í þessum mánuði eftir að hafa flúið úr bíl sínum þegar lögreglan veitti honum eftirför. Lögreglan í Frisco í Texas sagði að varnarmaðurinn virtist hafa svipt sig lífi. Eftir frí hjá Dallas-mönnum í tíundu viku NFL-deildarinnar var leikurinn gegn Raiders á mánudagskvöld fyrsti leikur Cowboys frá andláti Kneeland. The Raiders honored Marshawn Kneeland with a moment of silence before facing the Raiders on MNF 💙It is the first game for Dallas since Kneeland passed away on Nov. 6. pic.twitter.com/Loyc6q3nfo— Yahoo Sports (@YahooSports) November 18, 2025 Bæði leikmenn Raiders og Cowboys klæddust bolum með andliti Kneeland á meðan þeir hituðu upp fyrir leikinn og á treyjum Raiders var símanúmer hjálparsíma vegna sjálfsvíga. Forráðamenn Cowboys útbjuggu skáp í búningsklefanum með treyju Kneeland, númer 94, og hann var til sýnis. Leikmaðurinn, sem var valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2024, spilaði átján leiki fyrir Cowboys, þar af fjóra í byrjunarliði. Leikstjórnandinn Dak Prescott, en bróðir hans, Jace, svipti sig lífi árið 2020, bar „One Love“-armband til heiðurs orðasambandi sem Kneeland notaði oft. „Ég finn hvergi meiri frið en á þessum velli og ég veit að það sama gildir um marga stráka hérna,“ sagði Prescott. The Dallas Cowboys are paying tribute to Marshawn Kneeland ahead of their MNF game in Las Vegas.Players and staff will wear shirts bearing Kneeland’s photo and the team also prepared a locker in his honor.📸 @jonmachota https://t.co/65SA5tp5sX pic.twitter.com/gJqKhvVjPz— The Athletic (@TheAthletic) November 17, 2025 „Það var blessun að vera hérna, þetta er staðurinn þar sem lækningin á sér stað fyrir mig. Við elskum Marshawn, við munum halda áfram að láta ljós hans skína og við erum blessuð að fá að halda ljósi hans á lofti,“ sagði Prescott. Prescott kastaði fjórum snertimarkssendingum þegar Cowboys unnu sinn fjórða sigur á tímabilinu en þeir rústuðu Raiders-liðinu í þessum leik. Hinn 32 ára gamli leikstjórnandi Kúrekanna fann CeeDee Lamb, Jake Ferguson og George Pickens með stuttu millibili og kom gestunum í 24-6 forystu áður en hann kastaði síðustu snertimarkssendingunni á Ryan Flournoy. Cowboys eru á eftir Philadelphia Eagles í austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC Austur) á meðan Raiders eru neðstir í vesturriðli Ameríkudeildarinnar (AFC Vestur). Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjá meira
Hinn 24 ára gamli leikmaður fannst látinn fyrr í þessum mánuði eftir að hafa flúið úr bíl sínum þegar lögreglan veitti honum eftirför. Lögreglan í Frisco í Texas sagði að varnarmaðurinn virtist hafa svipt sig lífi. Eftir frí hjá Dallas-mönnum í tíundu viku NFL-deildarinnar var leikurinn gegn Raiders á mánudagskvöld fyrsti leikur Cowboys frá andláti Kneeland. The Raiders honored Marshawn Kneeland with a moment of silence before facing the Raiders on MNF 💙It is the first game for Dallas since Kneeland passed away on Nov. 6. pic.twitter.com/Loyc6q3nfo— Yahoo Sports (@YahooSports) November 18, 2025 Bæði leikmenn Raiders og Cowboys klæddust bolum með andliti Kneeland á meðan þeir hituðu upp fyrir leikinn og á treyjum Raiders var símanúmer hjálparsíma vegna sjálfsvíga. Forráðamenn Cowboys útbjuggu skáp í búningsklefanum með treyju Kneeland, númer 94, og hann var til sýnis. Leikmaðurinn, sem var valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2024, spilaði átján leiki fyrir Cowboys, þar af fjóra í byrjunarliði. Leikstjórnandinn Dak Prescott, en bróðir hans, Jace, svipti sig lífi árið 2020, bar „One Love“-armband til heiðurs orðasambandi sem Kneeland notaði oft. „Ég finn hvergi meiri frið en á þessum velli og ég veit að það sama gildir um marga stráka hérna,“ sagði Prescott. The Dallas Cowboys are paying tribute to Marshawn Kneeland ahead of their MNF game in Las Vegas.Players and staff will wear shirts bearing Kneeland’s photo and the team also prepared a locker in his honor.📸 @jonmachota https://t.co/65SA5tp5sX pic.twitter.com/gJqKhvVjPz— The Athletic (@TheAthletic) November 17, 2025 „Það var blessun að vera hérna, þetta er staðurinn þar sem lækningin á sér stað fyrir mig. Við elskum Marshawn, við munum halda áfram að láta ljós hans skína og við erum blessuð að fá að halda ljósi hans á lofti,“ sagði Prescott. Prescott kastaði fjórum snertimarkssendingum þegar Cowboys unnu sinn fjórða sigur á tímabilinu en þeir rústuðu Raiders-liðinu í þessum leik. Hinn 32 ára gamli leikstjórnandi Kúrekanna fann CeeDee Lamb, Jake Ferguson og George Pickens með stuttu millibili og kom gestunum í 24-6 forystu áður en hann kastaði síðustu snertimarkssendingunni á Ryan Flournoy. Cowboys eru á eftir Philadelphia Eagles í austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC Austur) á meðan Raiders eru neðstir í vesturriðli Ameríkudeildarinnar (AFC Vestur). Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjá meira