Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 06:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, talar í Hvíta húsinu en Donald Trump hlustar. HM-bikarinn var kominn á skrifstofu Trump en sleppur vonandi út aftur. Getty/Win McNamee Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira