Sport

Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn

Árni Jóhannsson skrifar
Jarðýtan Tryggvi Snær.
Jarðýtan Tryggvi Snær. Vísir/Hulda Margrét

Tryggi Snær Hlinason byrjaði sem fyrr hjá Bilbao Basket gegn Real Madrid í ACB deildinni fyrr í dag í Madrid. Tryggvi spilaði vel en náði ekki að lyfta sínum mönnum upp fyrir Real sem vann leikinn.

Real byrjaði leikinn mun betur og var komið í 11 stiga forskot um miðjan annan leikhluta. Leikmenn Bilbao kveiktu þá á perunni, nöguðu niður forskotið og komust yfir og leiddu í hálfleik 39-43. 

Bilbao hélt forskotinu út allan þriðja leikhluta nánast en undir lok hans jöfnuðu Madrid metin. Þeir nýttu þann byr sem var með liðinu til að byggja upp sex til sjö stiga forskot sem var síðan haldið út leikinn og bætt við. Lokatölur 82-70.

Tryggvi var með átta stig, átta fráköst, þrjár stoðsendingar, tvö varin skot og einn stolinn bolta á 27 mínútum. Allt kom fyrir ekki og Bilbao er í áttunda sæti ACB deildarinnar en Madrid er komið í annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×