Helgi Pétursson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 06:27 Helgi Pé kom víða við á ferli sínum. Anton Brink Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Helgi hafi látist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfararnótt gærdagsins, 13. nóvember. Helgi fæddist í Reykjavík 28. maí 1949, ólst upp í Kópavogi og sonur Kristínar Ísleifsdóttur húsmóður og Péturs Kristjónssonar bílstjóra. Helgi stofnaði hljómsveitina Ríó Tríó ásamt þeim Ólafi Þórðarsyni og Halldóri Fannari árið 1965, en seinna átti Ágúst Atlason eftir að ganga til liðs við sveitina. Helgi spilaði á kontrabassa í sveitinni og söng. Helgi lauk kennaraprófi frá Kennarasháskóla Íslands árið 1970 og starfaði við kennslu í Þinghólsskóla í Kópavogi á árunum 1970 til 73. „Samhliða tónlistinni starfaði Helgi á fjölmiðlum; í útvarpi, sjónvarpi og prentmiðlum. Hann lærði fjölmiðlafræði við American University í Washington DC á fyrri hluta níunda áratugarins og var samhliða því fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Hann var jafnframt blaða- og fréttamaður á Dagblaðinu, fréttastofu RÚV og Stöðvar 2 á árunum 1975-1991. Auk þess starfaði Helgi að markaðs- og upplýsingamálum hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, m.a. hjá Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Helgi var sömuleiðis virkur í stjórnmálum og átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlistann á árunum 1994 til 2002, fyrst sem varaborgarfulltrúi á fyrra kjörtímabilinu. Síðustu árun starfaði Helgi sem formaður Félags eldri borgara en hann lét þar af störfum fyrr á þessu ári. Eftirlifandi eiginkona Helga er Birna Pálsdóttir, fædd 1953, Börn þeirra eru Bryndís, fædd 1977, Pétur, fæddur 1978, Heiða Kristín, fædd 1983, og Snorri, fæddur 1984. Barnabörnin eru tólf talsins. Helgi Pétursson starfaði um árabil sem formaður Landssambands eldri borgarara.Vísir/Arnar Andlát Tónlist Menning Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Helgi hafi látist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfararnótt gærdagsins, 13. nóvember. Helgi fæddist í Reykjavík 28. maí 1949, ólst upp í Kópavogi og sonur Kristínar Ísleifsdóttur húsmóður og Péturs Kristjónssonar bílstjóra. Helgi stofnaði hljómsveitina Ríó Tríó ásamt þeim Ólafi Þórðarsyni og Halldóri Fannari árið 1965, en seinna átti Ágúst Atlason eftir að ganga til liðs við sveitina. Helgi spilaði á kontrabassa í sveitinni og söng. Helgi lauk kennaraprófi frá Kennarasháskóla Íslands árið 1970 og starfaði við kennslu í Þinghólsskóla í Kópavogi á árunum 1970 til 73. „Samhliða tónlistinni starfaði Helgi á fjölmiðlum; í útvarpi, sjónvarpi og prentmiðlum. Hann lærði fjölmiðlafræði við American University í Washington DC á fyrri hluta níunda áratugarins og var samhliða því fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Hann var jafnframt blaða- og fréttamaður á Dagblaðinu, fréttastofu RÚV og Stöðvar 2 á árunum 1975-1991. Auk þess starfaði Helgi að markaðs- og upplýsingamálum hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, m.a. hjá Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Helgi var sömuleiðis virkur í stjórnmálum og átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlistann á árunum 1994 til 2002, fyrst sem varaborgarfulltrúi á fyrra kjörtímabilinu. Síðustu árun starfaði Helgi sem formaður Félags eldri borgara en hann lét þar af störfum fyrr á þessu ári. Eftirlifandi eiginkona Helga er Birna Pálsdóttir, fædd 1953, Börn þeirra eru Bryndís, fædd 1977, Pétur, fæddur 1978, Heiða Kristín, fædd 1983, og Snorri, fæddur 1984. Barnabörnin eru tólf talsins. Helgi Pétursson starfaði um árabil sem formaður Landssambands eldri borgarara.Vísir/Arnar
Andlát Tónlist Menning Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent