Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 21:01 Matthías Alfreðsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Bjarni Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“ Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“
Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent