Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2025 09:08 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, á ekki sjö dagana sæla. Hann er sögulega óvinsæll, flokkur hans hefur hrapað í könnunum og ríkisstjórn hans er líklega til að leggja fram tillögur um skattahækkanir á næstu vikum. Vísir/EPA Staða Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er talin vera í hættu og bandamenn hans óttast að ósáttir þingmenn eða ráðherrar gætu skorað hann á hólm, jafnvel á allra næstu vikum. Ríkisstjórn Starmer er gríðarlega óvinsæl og er í þann veginn að leggja fram fjárlög með miklum skattahækkunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira