Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Ísold Sævarsdóttir hefur valið Georgíuháskóla og mun stunda þar nám og keppa með bolabítum skólans. @isoldsaevars Íslenska sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir hefur valið sér bandarískan háskóla en þrír skólar voru á eftir þessari frábæru íþróttakonu. Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira