„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Langt og strangt bataferli liggur fyrir Eygló sem fagnar því þó að niðurstaða fékkst í það sem var að hrjá hana. Vísir/Sigurjón Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli
Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Sjá meira