Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2025 13:45 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og veru Madeleine McCann. Samsett Hin 24 ára gamla Julia Wandelt sem um árabil hefur sagst vera Madeilene McCann hefur verið fundin sek um áreiti í garð fjölskyldu hinnar týndu stúlku og dæmd til sex mánaða fangelsisvistar. Henni verður auk þess gert að halda sig fjarri fjölskyldunni til framtíðar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Wandelt hefur farið heim til þeirra Kate og Gerry McCann og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi því að hún sé týnd dóttir þeirra. Mál Madeleine McCann er heimsþekkt en stúlkan hvarf þriggja ára gömul í fjölskyldufríi í Portúgal árið 2007 og hefur hvorki tangur né tetur sést af henni síðan. Wandelt er frá Lubin í suðvesturhluta Póllands en dómur yfir henni var kveðinn upp nú eftir hádegi. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að dómari hafi við dómsuppkvaðningu getið þess að tekið hafi verið tillit til þess að Wandelt hafi átt erfiða æsku. „Það réttlætir hinsvegar ekki hvernig þú hagaðir þér,“ hefur ríkisútvarpið eftir dómaranum. Gögn voru lögð fram við réttarhöldin sem sanna það að Wandelt er ekki skyld McCann hjónunum með nokkrum hætti. Er þess getið í frétt BBC að það hafi tekið mjög á konuna þegar það kom fram í réttarhöldunum. Sagði dómarinn jafnframt að McCann hjónin hefðu gert henni það margsinnis ljóst að nærveru hennar væri ekki óskað og að þau hefðu ekki áhuga á kynnum við hana. Wandelt hefur verið dæmd eins og áður segir til sex mánaða fangelsisvistar vegna málsins. Þar sem talið er mjög líklegt að hún muni halda uppteknum hætti og halda áfram að áreita fjölskylduna úrskurðaði dómarinn hana jafnframt í nálgunarbann við McCann hjónin. Bretland Madeleine McCann Erlend sakamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Wandelt hefur farið heim til þeirra Kate og Gerry McCann og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi því að hún sé týnd dóttir þeirra. Mál Madeleine McCann er heimsþekkt en stúlkan hvarf þriggja ára gömul í fjölskyldufríi í Portúgal árið 2007 og hefur hvorki tangur né tetur sést af henni síðan. Wandelt er frá Lubin í suðvesturhluta Póllands en dómur yfir henni var kveðinn upp nú eftir hádegi. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að dómari hafi við dómsuppkvaðningu getið þess að tekið hafi verið tillit til þess að Wandelt hafi átt erfiða æsku. „Það réttlætir hinsvegar ekki hvernig þú hagaðir þér,“ hefur ríkisútvarpið eftir dómaranum. Gögn voru lögð fram við réttarhöldin sem sanna það að Wandelt er ekki skyld McCann hjónunum með nokkrum hætti. Er þess getið í frétt BBC að það hafi tekið mjög á konuna þegar það kom fram í réttarhöldunum. Sagði dómarinn jafnframt að McCann hjónin hefðu gert henni það margsinnis ljóst að nærveru hennar væri ekki óskað og að þau hefðu ekki áhuga á kynnum við hana. Wandelt hefur verið dæmd eins og áður segir til sex mánaða fangelsisvistar vegna málsins. Þar sem talið er mjög líklegt að hún muni halda uppteknum hætti og halda áfram að áreita fjölskylduna úrskurðaði dómarinn hana jafnframt í nálgunarbann við McCann hjónin.
Bretland Madeleine McCann Erlend sakamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira