Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar