„Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2025 22:00 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR KR tapaði með 17 stiga mun gegn Grindavík á heimavelli 68-85. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, var svekktur með fjórða leikhluta liðsins þar sem Grindavík gekk á lagið. „Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum. KR Bónus-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum.
KR Bónus-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira