Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 15:01 Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Vísir Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins. Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segir ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur þar sem á meðan veikindaleyfinu stóð gerði hann sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“ Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segir ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur þar sem á meðan veikindaleyfinu stóð gerði hann sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“
Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?