Innlent

Þjófarnir marg­földuðu upp­hæðir við milli­færslur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað.

Flugfélagið Icelandair réðst í hópuppsögn í morgun. Við ræðum við forstjóra félagsins á erfiðum degi og forstjóra Vinnumálastofnunar sem segir blikur á lofti í ferðaþjónustu.

Þá sjáum við glænýja könnun Maskínu þar sem traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar er mælt. Samkvæmt henni vantreysta flestir ráðherrum Flokks fólksins.

Athugasemdir voru gerðar við útgáfu Veðurstofunnar á veðurviðvörunum á Alþingi í dag. Borið hefur á athugasemdum eftir „snjódaginn mikla“ í síðustu viku og við berum gagnrýnina undir deildarstjóra á Veðurstofu Íslands.

Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Við ræðum við sálfræðing sem segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna.

Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta um krefjandi verkefni sem bíður liðsins í undankeppni HM og í Íslandi í dag hittum við hjón sem skipulögðu brúðkaupið á skömmum tíma. Brúðkaupsferðin breyttist í óvissuferð 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×