Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 18:16 Rannsakendur skoða vettvang á lestarstöðinni. Getty Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus. Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus.
Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira