Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 12:01 Ísold Sævarsdóttir fékk að klæðast keppnisbúningum skólanna þriggja þegar hún heimsótti það. Verður hún villiköttur eða bolabítur? @isoldsaevars Besta sjöþrautarkona Íslands í dag, Ísold Sævarsdóttir, er á leið út til Bandaríkjanna í skóla á næsta vetri en hún getur valið á milli flottra skóla. Ísold sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði heimsótt þrjá stóra skóla sem allir vildu fá hana til sín á skólastyrk. „Heimsókn til Bandaríkjanna. Á einni viku heimsótti ég þrjá frábæra háskóla í Bandaríkjunum. Nú er bara að velja,“ skrifaði Ísold. Hún var einnig frábær körfuboltakona og hefði örugglega getað komist á skólastyrk sem körfuboltakona líka. Ísold valdi hins vegar frjálsarnar þar sem hún er landsliðskona og náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Skólarnir sem keppast um Ísold eru eftirtaldir: University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig Villikettina eða Kentucky Wildcats. University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig bolabíta eða Georgia Bulldogs. University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig Villikettina eða Arizona Wildcats. Ísold heimsótti alla skólana og klæddi sig meðal annars í fullan skrúða fyrir myndatöku. Skólarnir eru því allir tilbúnir að tilkynna nýjan nemanda sinn með ferskum myndum þegar Ísold ákveður sig. Íslandsmet kvenna í sjöþraut er 5878 stig og það setti Helga Margrét Þorsteinsdóttir í júní 2009. Hvort Ísold nái einhvern tímann að ógna því verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars) Frjálsar íþróttir Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira
Ísold sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði heimsótt þrjá stóra skóla sem allir vildu fá hana til sín á skólastyrk. „Heimsókn til Bandaríkjanna. Á einni viku heimsótti ég þrjá frábæra háskóla í Bandaríkjunum. Nú er bara að velja,“ skrifaði Ísold. Hún var einnig frábær körfuboltakona og hefði örugglega getað komist á skólastyrk sem körfuboltakona líka. Ísold valdi hins vegar frjálsarnar þar sem hún er landsliðskona og náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Skólarnir sem keppast um Ísold eru eftirtaldir: University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig Villikettina eða Kentucky Wildcats. University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig bolabíta eða Georgia Bulldogs. University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Skólaliðin þar kalla sig Villikettina eða Arizona Wildcats. Ísold heimsótti alla skólana og klæddi sig meðal annars í fullan skrúða fyrir myndatöku. Skólarnir eru því allir tilbúnir að tilkynna nýjan nemanda sinn með ferskum myndum þegar Ísold ákveður sig. Íslandsmet kvenna í sjöþraut er 5878 stig og það setti Helga Margrét Þorsteinsdóttir í júní 2009. Hvort Ísold nái einhvern tímann að ógna því verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira