Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar 31. október 2025 12:00 Það er til marks um sérkennilega forgangsröðun stjórnvalda að á sama tíma og mikið er talað um að styrkja innviði samfélagsins, sé stöðugt þrengt að tekjulindum þeirra stofnana sem gegna mikilvægu menningar-, félags- og samfélagshlutverki. Þegar kemur að sóknargjöldum virðist ríkisstjórnin telja að hægt sé að svelta grunnþjónustukerfi kirkjunnar án þess að samfélagið beri afleiðingar. Sú ályktun stenst ekki. Alvarleg staða blasir við í starfi safnaða þjóðkirkjunnar vítt og breitt um landið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs mun sóknargjald á hvern einstakling, sem lög kveða á um að sé 2.765 krónur, lækka í 1.133 krónur. Þetta er niðurskurður upp á um 59% miðað við lögbundinn grunn. Kirkjuþing þjóðkirkjunnar bendir réttilega á að niðurskurður frá 2009 hafi nú þegar haft „veruleg áhrif á starfsemi safnaða og á viðhald kirkjubygginga vítt og breitt um landið“. Kirkjan – stoð samfélagsins í gleði og sorg Margir virðast halda að þetta snúist aðeins um helgihald. Það er fjarri sannleikanum. Safnaðarstarf er hluti af félagslífi hvers sveitarfélags – stuðningsnet, samverustaður og menningarvettvangur. Það styður við syrgjendur, fjölskyldur í erfiðleikum, ungmenni sem þurfa rými og rótgróin samfélög sem mynda tengsl. Í flestum sveitarfélögum landsins er kirkjan ekki aðeins helgihaldsstaður, heldur einnig samkomustaður, menningarvettvangur, staður fyrir sorgar- og stuðningsstarf, rými fyrir unglinga- og fjölskyldustarf og stuðningur í erfiðleikum – hvort sem um ræðir veikindi, missi eða félagslega einangrun. Þarna eru líka margar gleðistundir eins og við þekkjum, þegar börn eru borin til skírnar og hjón gefin saman. Einnig standa kirkjur vörð um stóran hluta sögulegra bygginga þjóðarinnar, kirkjurnar safna og varðveita minjar sem eru lífæð okkar menningararfs. Þetta eru verkefni sem engin ríkisstofnun mun taka við ef safnaðarlíf lamast eða húsnæði fer í niðurníðslu vegna fjárskorts. Skerðing sóknargjalda heldur áfram að grafa undan rekstrargrundvelli kirkjunnar Kirkjubyggingar geta staðið án fjármögnunar, þær munu skemmast með tímanum ef þær fá ekki nægilegt fé til viðhalds. Mikið er undir í varðveislu minja í þeim efnum, en margar kirkjur hér á landi eru byggðar á 18. og 19. öld.Það er starfsemin sem gerir þær lifandi og samfélagslega mikilvægar í hverju sveitarfélagi. Að svelta fjármögnun kirkjunnar í gegnum sóknargjaldakerfið er ekki sparnaður, það er uppsafnaður kostnaður framtíðarinnar — veikara samfélag, minna félagslegt öryggisnet og rýrara menningarumhverfi. Við sem þjóð höfum alltaf metið menningu og samfélagslegar rætur okkar mikils. Ef stjórnvöld halda áfram á þeirri braut að fjarlægja stoðirnar undir þeim stofnunum sem bera uppi þessi gildi, þá er ekki spurning hvort það bíti — heldur aðeins hvenær. Stöndum með þjóðkirkjunni Það sem enn eykur undrunina er að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins vinnur nú að heildarendurskoðun kerfisins. Samt kom fram í máli dómsmálaráðherra við setningu kirkjuþings að ólíklegt sé að horfið verði frá skerðingu — áður en endurskoðunin er kynnt.Því má með réttu spyrja: Til hvers er verið að vinna nefndarstörf ef niðurstaðan er fyrirfram ákveðin? Kirkjubyggingar munu standa áfram, en samfélagslegt hlutverk þeirra mun dofna ef stoðirnar eru sveltar enn frekar.Það sem hér stendur undir er ekki aðeins húsnæði, heldur félagslegt net, og menningarlegur arfur og mannleg nærvera sem hefur staðið Íslendingum nær í meira en þúsund ár. Ef við viljum samfélag sem byggir á samkennd, rótum og menningu, þurfum við að rækta þær stoðir – ekki rjúfa þær.Að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll safnaða er því grundvallaratriði. Við sem þjóð hljótum að gera þá kröfu að við stöndum vörð um innviði sem hafa þjónað þjóðinni í gleði og sorg kynslóð eftir kynslóð. Það var mikil afturför þegar kristinfræði var afnumin úr námskrá grunnskóla. Þar lærðu börn undirstöðugildi okkar samfélags, meðal annars boðorðin tíu, sem eru listi yfir trúarlegar og siðferðilegar reglur samkvæmt Biblíu kristinna manna. Þau eru grundvallaratriði í kristinni trú og hafa mótað siðferðisvitund og samfélag okkar. Nú á að veikja það kirkjustarf sem eftir er í landinu með skerðingum í fjárlögum þessarar ríkisstjórnar. Ég biðla til ríkisstjórnarinnar og þingmanna, hvar sem í flokki menn standa, að standa vörð um þjóðkirkju okkar Íslendinga. Það skiptir máli að við sem þjóð getum leitað í okkar nærsamfélag eftir þeirri þjónustu sem þjóðkirkjan veitir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Það er til marks um sérkennilega forgangsröðun stjórnvalda að á sama tíma og mikið er talað um að styrkja innviði samfélagsins, sé stöðugt þrengt að tekjulindum þeirra stofnana sem gegna mikilvægu menningar-, félags- og samfélagshlutverki. Þegar kemur að sóknargjöldum virðist ríkisstjórnin telja að hægt sé að svelta grunnþjónustukerfi kirkjunnar án þess að samfélagið beri afleiðingar. Sú ályktun stenst ekki. Alvarleg staða blasir við í starfi safnaða þjóðkirkjunnar vítt og breitt um landið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs mun sóknargjald á hvern einstakling, sem lög kveða á um að sé 2.765 krónur, lækka í 1.133 krónur. Þetta er niðurskurður upp á um 59% miðað við lögbundinn grunn. Kirkjuþing þjóðkirkjunnar bendir réttilega á að niðurskurður frá 2009 hafi nú þegar haft „veruleg áhrif á starfsemi safnaða og á viðhald kirkjubygginga vítt og breitt um landið“. Kirkjan – stoð samfélagsins í gleði og sorg Margir virðast halda að þetta snúist aðeins um helgihald. Það er fjarri sannleikanum. Safnaðarstarf er hluti af félagslífi hvers sveitarfélags – stuðningsnet, samverustaður og menningarvettvangur. Það styður við syrgjendur, fjölskyldur í erfiðleikum, ungmenni sem þurfa rými og rótgróin samfélög sem mynda tengsl. Í flestum sveitarfélögum landsins er kirkjan ekki aðeins helgihaldsstaður, heldur einnig samkomustaður, menningarvettvangur, staður fyrir sorgar- og stuðningsstarf, rými fyrir unglinga- og fjölskyldustarf og stuðningur í erfiðleikum – hvort sem um ræðir veikindi, missi eða félagslega einangrun. Þarna eru líka margar gleðistundir eins og við þekkjum, þegar börn eru borin til skírnar og hjón gefin saman. Einnig standa kirkjur vörð um stóran hluta sögulegra bygginga þjóðarinnar, kirkjurnar safna og varðveita minjar sem eru lífæð okkar menningararfs. Þetta eru verkefni sem engin ríkisstofnun mun taka við ef safnaðarlíf lamast eða húsnæði fer í niðurníðslu vegna fjárskorts. Skerðing sóknargjalda heldur áfram að grafa undan rekstrargrundvelli kirkjunnar Kirkjubyggingar geta staðið án fjármögnunar, þær munu skemmast með tímanum ef þær fá ekki nægilegt fé til viðhalds. Mikið er undir í varðveislu minja í þeim efnum, en margar kirkjur hér á landi eru byggðar á 18. og 19. öld.Það er starfsemin sem gerir þær lifandi og samfélagslega mikilvægar í hverju sveitarfélagi. Að svelta fjármögnun kirkjunnar í gegnum sóknargjaldakerfið er ekki sparnaður, það er uppsafnaður kostnaður framtíðarinnar — veikara samfélag, minna félagslegt öryggisnet og rýrara menningarumhverfi. Við sem þjóð höfum alltaf metið menningu og samfélagslegar rætur okkar mikils. Ef stjórnvöld halda áfram á þeirri braut að fjarlægja stoðirnar undir þeim stofnunum sem bera uppi þessi gildi, þá er ekki spurning hvort það bíti — heldur aðeins hvenær. Stöndum með þjóðkirkjunni Það sem enn eykur undrunina er að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins vinnur nú að heildarendurskoðun kerfisins. Samt kom fram í máli dómsmálaráðherra við setningu kirkjuþings að ólíklegt sé að horfið verði frá skerðingu — áður en endurskoðunin er kynnt.Því má með réttu spyrja: Til hvers er verið að vinna nefndarstörf ef niðurstaðan er fyrirfram ákveðin? Kirkjubyggingar munu standa áfram, en samfélagslegt hlutverk þeirra mun dofna ef stoðirnar eru sveltar enn frekar.Það sem hér stendur undir er ekki aðeins húsnæði, heldur félagslegt net, og menningarlegur arfur og mannleg nærvera sem hefur staðið Íslendingum nær í meira en þúsund ár. Ef við viljum samfélag sem byggir á samkennd, rótum og menningu, þurfum við að rækta þær stoðir – ekki rjúfa þær.Að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll safnaða er því grundvallaratriði. Við sem þjóð hljótum að gera þá kröfu að við stöndum vörð um innviði sem hafa þjónað þjóðinni í gleði og sorg kynslóð eftir kynslóð. Það var mikil afturför þegar kristinfræði var afnumin úr námskrá grunnskóla. Þar lærðu börn undirstöðugildi okkar samfélags, meðal annars boðorðin tíu, sem eru listi yfir trúarlegar og siðferðilegar reglur samkvæmt Biblíu kristinna manna. Þau eru grundvallaratriði í kristinni trú og hafa mótað siðferðisvitund og samfélag okkar. Nú á að veikja það kirkjustarf sem eftir er í landinu með skerðingum í fjárlögum þessarar ríkisstjórnar. Ég biðla til ríkisstjórnarinnar og þingmanna, hvar sem í flokki menn standa, að standa vörð um þjóðkirkju okkar Íslendinga. Það skiptir máli að við sem þjóð getum leitað í okkar nærsamfélag eftir þeirri þjónustu sem þjóðkirkjan veitir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun