Lífið

Stjörnurnar skinu skært á sögu­legum sjón­varps­verð­launum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnór Pálmi Arnarson og Dóra Jóhannsdóttir tóku við verðlaunum fyrir Húsó. Arnór var tilnefndur í flokknum leikstjóri ársins og þau Dóra saman fyrir handrit ársins 2024.
Arnór Pálmi Arnarson og Dóra Jóhannsdóttir tóku við verðlaunum fyrir Húsó. Arnór var tilnefndur í flokknum leikstjóri ársins og þau Dóra saman fyrir handrit ársins 2024. Mummi Lú

Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík í gærkvöldi. Rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks var samankomið í sínu fínasta pússi til að fagna síðustu tveimur árum.

Verðlaun voru veitt fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Tilnefnt var í 23 flokkum fyrir hvort ár, bæði fyrir mismunandi tegundir sjónvarps og ýmsar faggreinar þar undir.

Afturelding var ótvíræður sigurvegari kvöldsins með ellefu verðlaun. Húsó og Svörtu Sandar II hlutu fern verðlaun. Þá var Bannað að hlæja valið sjónvarpsefni ársins af áhorfendum 2024 en Afturelding 2023. 

Fylgst var með verðlaunahátíðinni í vaktinni á Vísi þar sem finna má yfirlit yfir alla verðlaunahafa.

Fjölmiðlafólkið Logi Bergmann og Björg Magnúsdóttir voru kynnar kvöldsins og sáu um að halda uppi stemningunni en um leið halda takti enda verið að veita verðlaun fyrir tvö ár. 

Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og tók skemmtilegar myndir af gestum og stemningunni, sem hægt er að skoða hér að neðan.

Afturelding sópaði til sín verðlaunum. Kraftur, snerpa, úthald, ending - þetta hefur Afturelding! Svandís Dóra var valin leikkona ársins 2023 fyrir þættina en var vant við látin við leik í Þjóðleikhúsinu á meðan verðlaunin voru afhent.Mummi Lú
Heimildarefni ársins 2024 er Grindavík. Garðar Örn Arnarsson framleiðandi á Sýn sport tók við verðlaununum. Þáttaröðin vann líka verðlaunin íþróttaefni ársins 2024.Mummi Lú
Logi Bergmann og Björg MagnúsdóttirMummi Lú
Baldvin Z og Arnór Pálmi voru í skýjunum með árangur Húsó.Mummi Lú
Afturelding fékk ellefu verðlaun. Mummi Lú
Afturelding sópaði til sín verðlaunum.
Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þór Arason og Allan Sigurðsson voru leikstjórar ársins 2024 fyrir þáttaröðina IceGuys 2.Mummi Lú
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm kynntu nokkra verðlaunahafa og unnu sjálf til verðlauna.
Josephine Hoy fékk verðlaun fyrir gervi ársins 2023 í þáttunum Aftureldingu.Mummi Lú
Ragnar Eyþórsson útsendingastjóri hjá RÚV vann til verðlauna en var ekki alveg viss fyrir hvað þegar hann var kallaður á svið. Hann var tilnefndur fyrir Sögur - verðlaunahátíð barnanna og Vikuna með Gísla Marteini og hlaut verðlaun fyrir síðari þáttinn.
Laddi er leikari ársins 2023 fyrir hlutverk sitt í Arfurinn.Mummi Lú
Hannes Þór Halldórsson og félagar fengu verðlaun fyrir Ice Guys 2.
Stefán Árni Pálsson og félagar hans hjá Sýn sport fengu verðlaun fyrir úrslitakeppnina í körfubolta.Mummi Lú
María Johnson tók við verðlaun fyrir hönd Ólafíu Hrannar Jónsdóttur sem valin var leikkona ársins 2024 fyrir leik sinn í Svörtu söndum 2.Mummi Lú
Kosningavaka RÚV árið 2024 var valinn sjónvarpsviðburður ársins. Heiðar Örn fréttastjóri þakkaði fyrir verðlaunin.Mummi Lú
Mummi Lú
Bogi Ágústsson hlaut heiðursverðlaunin.Mummi Lú
Sandra Barilli og Saga Garðars kynntu nokkra verðlaunahafa en þær voru líka tilnefndar sem leikkonur ársins.Mummi Lú
Atli Örvarsson, Kjartan Holm, Sindri Már Sigfússon voru verðlaunaðir fyrir tónlist ársins 2024 í Dimmu.Mummi Lú





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.