Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:02 Lamine Yamal kostaði Barcelona ekki neitt enda uppalinn hjá félaginu. Liðið kom sér í mikil fjárhagsvandræði með því að kaupa ítrekað köttinn í sekknum á leikmannamarkaðnum. Getty/Image Photo Agency Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að sjá spænska félagið Barcelona efst á lista yfir þau evrópsku knattspyrnufélög sem skulda mestan pening í dag en mun fleiri eru örugglega hissa á að sjá Tottenham fyrir ofan Manchester United miðað við áhyggjur og aðgerðir Sir Jim Ratcliffe. FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira