Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:02 Lamine Yamal kostaði Barcelona ekki neitt enda uppalinn hjá félaginu. Liðið kom sér í mikil fjárhagsvandræði með því að kaupa ítrekað köttinn í sekknum á leikmannamarkaðnum. Getty/Image Photo Agency Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að sjá spænska félagið Barcelona efst á lista yfir þau evrópsku knattspyrnufélög sem skulda mestan pening í dag en mun fleiri eru örugglega hissa á að sjá Tottenham fyrir ofan Manchester United miðað við áhyggjur og aðgerðir Sir Jim Ratcliffe. FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira