Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:31 Margir íþróttamenn þekkja það vel að æfa sig á hlaupabrettum en ekki keppa á þeim. Getty Ein nýjasta íþróttin sem fær sitt eigið heimsmeistaramót hefur líklega verið á verkefnalista flestra íþróttamanna á þeirra ferli. Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira