Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 09:33 Fjarhægrileiðtoginn Geert Wilders greiðir atkvæði í Haag í þingkosningunum í Hollandi 29. október 2025. AP/Peter Dejong Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira