Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 21:42 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í lok þingsins afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025. Vísir/Ívar Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira