Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 20:25 Líf Magneudóttir er fulltrúi VG í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa. Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa.
Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira