Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 13:00 Elísabet Gunnarsdóttir klappar fyrir áhorfendum eftir leikinn gegn Írlandi í Leuven í gær. Getty/Tomas Sisk Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári. Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira