Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 28. október 2025 08:03 Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun