Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 15:48 Enginn fær verðtryggt lán hjá Arion banka þessa stundina en unnið er að lausn. Vísir/Vilhelm Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Þeir skilmálar sneru að breytilegum vöktum óverðtryggðra lána og niðurstaðan var sú að óheimilt hafi verið að breyta þeim í takti við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands. Málflutningur 17. nóvember Þrjú önnur mál sem varða skilmála bankanna bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Veitir betri mynd af stöðunni Sem áður segir varðar málið skilmála verðtryggðs láns en lánið í máli neytenda á hendur Íslandsbanka var óverðtryggt. Þar var niðurstaðan sú að ekki mætti miða breytingar vaxta við annað en breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans. Enn er uppi óvissa um stöðu breytilegra vaxta verðtryggðra lána en ljóst má telja að þeir verði ekki bundnir stýrivöxtum. Því mun dómur Hæstaréttar, og hinir tveir dómarnir í kjölfarið, varpa frekara ljósi á það hvernig skilmálar í lánasamningum mega vera úr garði gerðir. Bankinn vinnur að bráðabirgðalausn Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu á hendur Íslandsbanka að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion bnka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Bankinn ætlar þrátt fyrir það ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í desember. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis. Arion banki Fjármálafyrirtæki Lánamál Vaxtamálið Efnahagsmál Húsnæðismál Íslandsbanki Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Þeir skilmálar sneru að breytilegum vöktum óverðtryggðra lána og niðurstaðan var sú að óheimilt hafi verið að breyta þeim í takti við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands. Málflutningur 17. nóvember Þrjú önnur mál sem varða skilmála bankanna bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Veitir betri mynd af stöðunni Sem áður segir varðar málið skilmála verðtryggðs láns en lánið í máli neytenda á hendur Íslandsbanka var óverðtryggt. Þar var niðurstaðan sú að ekki mætti miða breytingar vaxta við annað en breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans. Enn er uppi óvissa um stöðu breytilegra vaxta verðtryggðra lána en ljóst má telja að þeir verði ekki bundnir stýrivöxtum. Því mun dómur Hæstaréttar, og hinir tveir dómarnir í kjölfarið, varpa frekara ljósi á það hvernig skilmálar í lánasamningum mega vera úr garði gerðir. Bankinn vinnur að bráðabirgðalausn Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu á hendur Íslandsbanka að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion bnka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Bankinn ætlar þrátt fyrir það ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í desember. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Lánamál Vaxtamálið Efnahagsmál Húsnæðismál Íslandsbanki Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira