Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 10:54 Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Íslandsstofa/Vísir Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“ Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Sjá meira
Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Sjá meira