Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar 24. október 2025 08:32 Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun