Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 19. október 2025 21:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands við undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira