Fótbolti

Unnið alla deildar­leikina með Örnu í byrjunar­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vålerenga keypti Örnu Eiríksdóttur frá FH í síðasta mánuði.
Vålerenga keypti Örnu Eiríksdóttur frá FH í síðasta mánuði. Getty/Molly Darlington

Arna Eiríksdóttir stóð vaktina í vörn Vålerenga sem vann 0-4 sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er samt enn sjö stigum á eftir toppliði Brann.

Arna hefur verið í byrjunarliði Vålerenga í fjórum deildarleikjum síðan hún kom frá FH og liðið hefur unnið þá alla með markatölunni 14-2. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Örnu þegar fimm mínútur voru til leiksloka í leiknum í dag.

Vålerenga tapaði 2-4 fyrir Brann í toppslag í síðustu umferð en þá kom Arna ekkert við sögu. 

Brann vann öruggan sigur á Kolbotn í dag, 0-5. Brenna Lovera, fyrrverandi leikmaður Selfoss og ÍBV, skoraði tvö síðustu mörk Brann.

María Þórisdóttir lék allan leikinn fyrir Brann og Diljá Ýr Zomers fyrstu 65 mínúturnar.

Brann er með 65 stig á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið 21 af 24 leikjum sínum á tímabilinu. Vålerenga er í 2. sætinu með 58 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×