Enski boltinn

Postecoglou rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ange Postecoglou stoppaði stutt við hjá Nottingham Forest.
Ange Postecoglou stoppaði stutt við hjá Nottingham Forest. getty/Neal Simpson

Ange Postecoglou hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest.

Forest greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum aðeins nokkrum mínútum eftir 0-3 tap liðsins fyrir Chelsea á City Ground.

Þetta var áttundi og síðasti leikur Forest undir stjórn Postecoglous. Liðið vann engan þeirra, gerði tvö jafntefli en tapaði sex.

Postecoglou tók við Forest af Nuno Espírito Santo í byrjun september en entist ekki lengi í starfi. Hinn umdeildi eigandi Forest, Evangelos Marinakis, er því búinn að reka tvo stjóra á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins.

Forest er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir átta leiki.


Tengdar fréttir

Hitnar enn undir Postecoglou

Pressan á Ange Postecoglou, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, eykst enn en liðið tapaði 0-3 fyrir Chelsea í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×